Ljósakórinn er barnakór á vegum Lágafellssóknar og Mosfellsbæjar. Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 11-13ára. Berglind Björgúlfsdóttir hefur stjórnað kórnum frá upphafi. Berglind er söngkona og barnakórstjóri, hún hefur kennt tónlist- og skapandi hreyfingu á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og í Bandaríkjunum, auk þess að hafa séð um tónlistarleikhús Kramhússins. Berglind söng í sópran-dúóinu Vocalisa ásamt Joyce S. Liu. Þær komu fram á tónleikum á San Francisco svæðinu í Kaliforníu og héldu tónleika víða hér á landi. Ljósakórinn syngur í Myndlistarskóla Mosfellsbæjar, á bæjarhátíðinni í Túninu heima, laugardaginn 25.ágúst klukkan 13:30, 15:30 og 16:30.
|