Ásdís Sigurþórsdóttir
Ásdís Sigurþórsdóttir er stofnandi og skólastjóri Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Hún kennir barna- og unglingahópum og hefur umsjón með rekstri skólans. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980. Síðar stundaði hún framhaldsnám við Ontario College of Art í Toronto og lauk þaðan prófi í listmálun. Hún lauk prófi í uppeldis- og kennslufræðum frá KÍ 1995. Hún hefur rúmlega 30 ára reynslu af myndlistarkennslu.
Vilborg Bjarkadóttir
Vilborg Bjarkadóttir er fædd 1984. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistarbrautinni í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 2004. Hún stundaði síðan nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 2007 af myndlistarsviði skólans.
Vilborg er aðstoðarkennari á námskeiðum í barna- og unglingahópum.
Helga Jóhannesdóttir
Myndlistaskóli Mosfellsbæjar / Álafossvegi 23, 270 Mosfellsbæ / sími 663 5160 / netfang [email protected]