Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga
Námskeiðin skiptast í aldurshópana 6-8 ára, 8-10 ára, 10-12 ára og unglingahópa (12-15 ára).
Barnanámskeiðin eru 26 kennslustundir, 11-13 ára námskeiðin eru 30 kennslustundir en unglinganámskeiðin eru 39 kennslustundir.
Námskeiðin kennir Ásdís Sigurþórsdóttir myndlistarkennari. Nánari upplýsingar um kennara má finna hér.
Myndlistarnám er þroskandi fyrir börn og unglinga. Það þjálfar bæði hug og hönd og kemur
að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu,
athygli og smekk, örvar ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.
Á barnanámskeiðum er farið í undirstöðuatriði myndlistar; teikningu, litafræði og myndbygginu í fjölbreyttum verkefnunum í mismunandi tækni, m.a. með blýanti, þekjulitum, vatnslitum, krítum o.fl., bæði í tvívídd og þrívídd (skúlptúr). Leitast er við að vekja áhuga og leyfa börnunum að njóta sín við sköpun. Markmið okkar er að viðhalda og auka áhuga á myndlist jafnframt því að efla færni, sjálfstraust og frumkvæði.
Haustnámskeið hefjast um miðjan september - Innritun hefst um miðjan ágúst.
Vornámskeið hefjast um miðjan janúar - Innritun hefst um miðjan nóvember.
MUNIÐ: frístundaávísun Mosfellsbæjar má nota upp í námskeið fyrir börn!
Myndlistarnámskeið fyrir fullorðna
Námskeiðin eru mismunandi eftir kennurum á hverri önn, en í boði eru jafnan bæði námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, olíumálun I, olíumálun II, stundum grafík o.fl.
Myndlistarnám er þroskandi fyrir fólk á öllum aldri. Það þjálfar bæði hug og hönd og kemur að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla, vinnu og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu,athygli og smekk, örvar ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.
Á námskeiðum fyrir fullorðna eru kennd undirstöðuatriði myndlistar og grunnur lagður að áframhaldandi námi eða sjálfstæðri vinnu á eigin vegum. Reynt er að halda byrjendanámskeið eða grunnnámskeið fyrir fullorðna á hverjum vetri þar sem áhersla er lögð á teikningu, litafræði og myndbyggingu, sem er undirbúningur fyrir nám í málun.
Fullorðinsnámskeiðin eru 40 kennslustundir.
Á vorönn er framhaldsnámskeið í Olíumálun. Kennari er Guðbjörg Lind, myndlistarkona.
Haustnámskeið hefjast um miðjan september - Innritun hefst um miðjan ágúst.
Vornámskeið hefjast um miðjan janúar - Innritun hefst um miðjan desember.
Myndlistaskóli Mosfellsbæjar / Álafossvegi 23, 270 Mosfellsbæ / sími 663 5160 / netfang [email protected]