Almennt um skólann
Myndlistaskóli Mosfellsbæjar er til húsa á annarri hæð í gamla verksmiðjuhúsinu í Álafosskvos og hefur starfað þar síðan í janúar 1999. Hann hefur það markmið að veita íbúum í Mosfellsbæ þekkingu og þjálfun í myndlist, þroska fegurðarskyn þeirra og efla og glæða áhuga þeirra á menningu og listum.
Skólinn er sjálfstæð eining innan Listaskóla Mosfellsbæjar skv. samningi við Bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá því í febrúar 2006. Í skólanum eru kennd undirstöðuatriði teiknunar, mótunar og málunar. Verkefni sem nemendur fá við að glíma eru fjölbreytt, bæði hvað varðar efni og innihald. Þess er gætt að verkefnin hæfi aldri og þroska nemendanna.
Á námskeiðum fyrir fullorðna eru kennd undirstöðuatriði myndlistar og grunnur lagður að áframhaldandi námi eða sjálfstæðri vinnu á eigin vegum.
Skólinn leitast við að veita nemendum sínum sambærilegt nám og aðstöðu og viðgengst í myndlistarskólum annarra bæjarfélaga. Námsgjöldum er stillt í hóf svo flestir eigi þess kost að sækja nám við skólann og miðast þau við gjöld sambærilegra skóla annarra bæjarfélaga. Skólinn er styrktur af bæjarfélaginu.
Skólinn hefur á að skipa hæfum kennurum, starfandi listamönnum með háskólanám á því sviði myndlistar sem þeir kenna hverju sinni.
Kennsla barna og unglinga fer fram á virkum dögum eftir skóladag grunnskólanna. Kennsla fullorðinna fer fram virka daga á kvöldin.
Fjöldi nemenda á hverju námskeiði er takmarkaður svo hver og einn nemandi fái sem mesta athygli og aðstoð frá kennara. Námskeið barna og unglinga miða við aldurinn 6 ára til 16 ára.
Reynt er að halda byrjendanámskeið eða grunnnámskeið fyrir fullorðna á hverjum vetri þar sem áhersla er lögð á teikningu, litafræði og myndbyggingu, sem er undirbúningur fyrir nám í málun.
Haustnámskeið hefjast um miðjan september - Innritun hefst síðustu daga ágústmánaðar.
Vornámskeið hefjast um miðjan janúar - Innritun hefst í miðjan desember.
Myndlistaskóli Mosfellsbæjar / Álafossvegi 23, 270 Mosfellsbæ / sími 663 5160 / netfang [email protected]