Myndlistarskóli Mosfellsbæjar (sem staðsettur er í Álafosskvosinni á hæðinni fyrir ofan Álafossbúðina), tekur þátt "Í túninu heima" með sýningu á verkum nemenda Soffíu Sæmundsdóttur úr fullorðinshópum. Nemendur Soffíu hafa margir verið í skólanum frá upphafi og mála af krafti og koma á hverju hausti til að bæta við sig og njóta þess góða anda sem er í skólanum á þessum einstaka stað. Sýningin er opin laugardag og sunnudag klukkan 13-17. Ljósakórinn undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur flytur nokkur lög í húsnæði skólans á laugardeginum klukkan 13:30 , 15:30 og 16:30. Allir hjartanlega velkomnir.
|