MANNSLÍKAMINN - Myndlist III verður ekki í boði á haustönn 2013
Myndlist I-IV.
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
Myndlist I-IV er nám í helstu grunnatriðum myndlistar sem þarft er að hafa innsýn í til að geta tekist á við hin ýmsu viðfangsefni í málverkinu. Á fjórum önnum sem eru 44 kennslustundir hver, er farið í lita- og formfræði,myndbyggingu og fjarvídd, byggingu mannslíkamans, teikningu og skissugerð meðfram málun í olíu- og akrýllitum.
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
Myndlist I-IV er nám í helstu grunnatriðum myndlistar sem þarft er að hafa innsýn í til að geta tekist á við hin ýmsu viðfangsefni í málverkinu. Á fjórum önnum sem eru 44 kennslustundir hver, er farið í lita- og formfræði,myndbyggingu og fjarvídd, byggingu mannslíkamans, teikningu og skissugerð meðfram málun í olíu- og akrýllitum.
Myndverk eftir nemendur skólans 2008 til 2010
MANNSLÍKAMINN
Myndlist III - Haustönn 2012Miðvikudaga kl. 18:45-21:45
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
netfang: [email protected]
veffang: agunn.vortex.is
Mannslíkaminn - módel/anatómía
Á þessu námskeiði verður unnið með byggingu mannslíkamans í teikningu og málun. Áhersla lögð á að nemendur tileinki sér þekkingu á hlutfallaskiptingu mannslíkamans og læri að skoða, greina og meta fyrirmyndir sínar á kerfisbundinn og rökrænan hátt. Í byrjun eru stærðarhlutföll mannslíkamans skoðuð og lærð. Anatómían rannsökuð og gerðar teikningar af byggingu andlits, handa og fóta. Nemendur teikna hvern annan í formi hraðteikninga og síðan er farið á kaffihús og gestir og gangandi teiknaðir til að þjálfa þá aðferð. Uppúr skissuvinnunni verða þróuð sjálfstæð verk í olíu eða akrýl. Í formi stuttra nemendafyrirlestra verða til skoðunar myndlistarmenn sem fást við mannslíkamann á einn eða annan hátt í verkum sínum. Teiknað og síðan málað eftir módeli og að síðustu stækkaður lítill hluti, eða nærmund úr módelmyndinni til að vinna áfram í nýrri mynd.
Markmið
Að nemendur
- hafi lært klasísk stærðarhlutföll mannslíkamans
- geti teiknað mismunandi líkamstöðu í réttum hlutföllum
- hafi tileinkað sér aðferð hlutfallamælingar við teiknun
- geti með hjálparlínum metið stefnu og stöðu módels í rými
- hafi haldgóða þekkingu á anamómíu mannslíkamansgeti greint og mótað þrívíð form mannslíkamans
Hámarksfjöldi er 12 nemendur.
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
netfang: [email protected]
veffang: agunn.vortex.is
Mannslíkaminn - módel/anatómía
Á þessu námskeiði verður unnið með byggingu mannslíkamans í teikningu og málun. Áhersla lögð á að nemendur tileinki sér þekkingu á hlutfallaskiptingu mannslíkamans og læri að skoða, greina og meta fyrirmyndir sínar á kerfisbundinn og rökrænan hátt. Í byrjun eru stærðarhlutföll mannslíkamans skoðuð og lærð. Anatómían rannsökuð og gerðar teikningar af byggingu andlits, handa og fóta. Nemendur teikna hvern annan í formi hraðteikninga og síðan er farið á kaffihús og gestir og gangandi teiknaðir til að þjálfa þá aðferð. Uppúr skissuvinnunni verða þróuð sjálfstæð verk í olíu eða akrýl. Í formi stuttra nemendafyrirlestra verða til skoðunar myndlistarmenn sem fást við mannslíkamann á einn eða annan hátt í verkum sínum. Teiknað og síðan málað eftir módeli og að síðustu stækkaður lítill hluti, eða nærmund úr módelmyndinni til að vinna áfram í nýrri mynd.
Markmið
Að nemendur
- hafi lært klasísk stærðarhlutföll mannslíkamans
- geti teiknað mismunandi líkamstöðu í réttum hlutföllum
- hafi tileinkað sér aðferð hlutfallamælingar við teiknun
- geti með hjálparlínum metið stefnu og stöðu módels í rými
- hafi haldgóða þekkingu á anamómíu mannslíkamansgeti greint og mótað þrívíð form mannslíkamans
Hámarksfjöldi er 12 nemendur.
Myndverk eftir nemendur skólans 2009 og 2010
Myndlist I / Litafræði - Ekki í boði á haustönn 2012
Litafræði - Haust 2011
Miðvikudagskvöld 19:30 - 22:30
11 skipti, 44 kennslustundir
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
Á námskeiðinu er miðað við að nemendur hafi lítinn eða engan grunn í myndlistarnámi. Þar verður megin áherslan lögð á litafræðina og unnið bæði með akrýl- og olíuliti. Notaðir eru einungis frumlitirnir þrír og hvítur, til að skilja eiginleika litanna og litablöndun á markvissan hátt. Litahringurinn verður málaður og síðan gerðar einfaldar andlitsmyndir hvort af öðru þar sem áhersla er lögð á skynjunina en ekki horft á blaðið. Þessar myndir eru síðan notaðar í litafræðilegar rannsóknir þar sem unnið er með heita og kalda liti og jarðliti. Haldnir verða listasögufyrirlestrar um; byltingu impressjónistanna og fjallað um listamenn og stefnur um og uppúr aldamótunum 1900. Valin verk listamanna sem tilheyrðu þeim stefnum, eru síðan endurgerð og máluð með olíulitum. Með slíkri vinnu öðlast nemendur innsýn í vinnubrögð meistara lita og forma og kljást við margslungna litablöndun.
Fyrirlestrar:
1. Litafræði
2.- 4. Listamenn og stefnur um og uppúr aldamótunum 1900
Markmið
Að nemendur:
- Kynnist innbyrðis og að það myndist frjálslegt vinnuumhverfi
- Læri grundvallaratriði litafræðinnar
- Læri litablöndun
- Auki við skilning sinn í meðferð og möguleikum lita
- Læri um merkingu lita og tilfinningaleg áhrif þeirra
- Læri um eðli litanna og hvernig þeir breytast í nálægð annara lita. - Þjálfi áhorf til að útiloka staðlaðar hugmyndir
- Auki við skilning sinn á listasögunni og átti sig á mikilvægi hennar í allri listsköpun
.............................................................................................................................................................................................
Myndlist II - Ekki í boði á haustönn 2012
Formfræði/myndbygging - Vor 2012
Miðvikudagskvöld 19:30 - 22:30
11 skipti, 44 kennslustundir. Verð 46.800
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
Á námskeiðinu, er gert er ráð fyrir að nemendur hafi farið í gegnum undirstöðuatriði litafræðinnar og hlotið einhverja þjálfun í málun. Aðal áherslan á þessu námskeiði, er lögð á helstu artiðin í formfræði og myndbyggingu meðfram litafræðinni, grunnformin stúderuð, uppstilling teiknuð og máluð á raunsæjan máta og rýnt í myndbyggingu.
Fyrst verða grunnformin teiknuð, skyggð og skoðuð neikvæðu formin sem myndast á myndfletinum. Að því loknu er hefðbundin uppstilling teiknuð og síðan máluð á raunsæjan máta og þá nýtist lærdómurinn af fyrra verkefni, með því að finna grunnformin í fyrirmyndunum. Siðan er sama myndefnið þróað í öðrum útfærslum, gerðar litlar litaskissur og ný mynd unnin með sköfu og þykkum olíulit á frjálslegan máta. Í þriðju myndinni er leitað að nýrri myndbyggingingu inní í þeirri fyrri, með litlum ramma. Þessi aðferð þjálfar augað í að skoða byggngu myndflatarins á markvissan hátt. Unnið verður með þessi brot úr uppstillingunni á flöt grunnaðan með litatónum sem fást með blöndun frumlitanna þriggja og myndin síðan smátt og smátt byggð upp með þáttöku grunnlitarinns.
Fyrirlestrar:
1. Formfræði, myndbygging og teikning
Markmið
Að nemendur:
- Þjálfist í að horfa, útiloka staðlaðar hugmyndir.
- Þjálfist í að sjá heildarmynd sem ákveðið púsluspil nafnlausra forma.
- Öðlist færni til að skynja rými og form.
- Öðlist áræðni í tilraunavinnu.
- Þjálfi hæfileikann til að horfa á hluti frá ólíkum sjónarhornum.
- Öðlist færni í að skoða og ræða bæði eigin verk og annara, læri gagnrýni.
- Þjálfist í að sjá heildarmynd sem ákveðið púsluspil nafnlausra forma
- Þjálfi áhorf til að útiloka staðlaðar hugmyndir
- Auki við skilning sinn á listasögunni og átti sig á mikilvægi hennar í allri listsköpun
.............................................................................................................................................................................................
Myndverk eftir nemendur skólans 2008
Myndlist IV - Ekki í boði á haustönn 2012
Mánudagskvöld 19:00 - 22:00
Námskeiðið er 11 vikur, 44 kennslustundir og hefst 24. janúar
Kennari: Anna Gunnlaugsdóttir
Fjarvídd er viðfangsefnið á þessar önn. Annars vegar er það fjarvídd með hvarfpunktum, í teikningu og málverki og hinsvegar er áherslan lögð á fjarvídd í litameðferð, myndbyggingu og með áferð. Hvatt er til að „hafa augun hjá sér“ og festa slíkar upplifanir með myndavél eða skissugerð, sem unnið verður síðan úr með akrýl- og/eða olíulitum.
Verkefni 1. Fjarvíddarteikning með fjarvíddarlínum og hvarfpunktum. Byrjað á einum hvarpunkti í einfaldri mynd af húsagötu eða herbergi en síðan spreyta nemendur sig á fjarvíddarteikningu með tveimur og þremur hvarfpunktum. Málaðar eru síðan myndir af húsaþyrpingu annars vegar ímynduð þorp eða eftir ljósmynd þar sem hvarfpunktar eru fundnir út.
Verkefni 2. Skoðað hvernig fjarlægðin gerir fjöllin blá og smá. Landlag með þrískiptri myndbyggingu málaðar á stærri striga en áður til að losa um tök nákvæmninnar og jafnvel notaðar stórar sköfur sem málunaráhöld. Gerðar ýmsar tilraunir með áhöld og íblöndunarefni, striginn grunnaður á ýmsa vegu og búin til viðeigandi áferð.
Fyrirlestrar:
1. Fjarvídd með hvarfpunktum
2. Fjarvídd í litum og myndbyggingu og valdir íslenskir landslagsmálarar frá 1900 til dagsins í dag
Markmið
Að nemendur:
- Nái tökum á helstu aðferðum fjarvíddarteikningar
- Þjálfist í beitingu blýanta og annarra teikniverkfæra til skyggingar.
- Geti túlkað fjarlægð og dýpt í landslagi með myndbyggingu- Geti túlkað fjarlægð og dýpt í landslagi með litameðferð
- Rannsaki samspil ljóss og lita.
- Þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum
- Sýni áræðni í tilraunavinnu með ný efni og aðferðir- Þjálfist í að sjá heildarmynd sem ákveðið púsluspil nafnlausra forma
- Þjálfi áhorf til að útiloka staðlaðar hugmyndir
- Auki við skilning sinn á listasögunni og átti sig á mikilvægi hennar í allri listsköpun
.............................................................................................................................................................................................