Málun framhald / Soffía Sæmundsdóttir
Myndlistarskóli Mosfellsbæjar – Haust 2013
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Málun/framhald – Samtals 11 skipti þriðjudagskvöld 19:15-22:15
Smátt/stórt
“Fljúgum hærra”
Verkefni vetrarins er þematengt og afmarkast af sýningu vorsins þar sem nemendur skólans í fullorðinshópum sýna verk sín.
Miðað við að nemendur hafi góðan grunn sem þeir byggja á. Áhersla á persónulegar útfærslur innan rammans og að nemendur gefi sér tíma til að vinna að sínum hugmyndum í samráði við kennara. Gott að koma með einhverjar hugmyndir í fyrsta tímann til að vinna með og hugsa hvernig þið viljið útfæra hugmyndina smátt/stórt. Tökum fyrsta tímann í að spá í verkefnið, förum í léttar hugmyndaæfingar út frá því sem þið komið með og ákveðum hvernig við viljum vinna þetta. Mig langar til að hvetja ykkur til að fullvinna hugmyndir ykkar áður en þið útfærið þær á strigann. Eftir sem áður vil ég að þið séuð með fleiri en eina mynd í takinu.
Hér eru nokkrar lausbeislaðar hugmyndir:
Fjall/þúfa
Lítið barn/fullorðinn
Smágerður gróður/stór tré
Lítil mynd/stór mynd af sama viðfangsefni
Smáfuglar/Álftir
Manneskja í nærmynd/Manneskja í fjarska
Fínleg mynd/Grófgerð mynd
Lítil mynd með stórum pensli/Stór mynd unnin með litlum pensli
Hlakka til að sjá ykkur. Aðstaðan í skólanum er töluvert breytt frá því sem var en plássið nýtist mun betur. Við þurfum þó að vera nægjusöm til áramóta en eftir það munum við spenna bogann hátt.
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
Málun/framhald – Samtals 11 skipti þriðjudagskvöld 19:15-22:15
Smátt/stórt
“Fljúgum hærra”
Verkefni vetrarins er þematengt og afmarkast af sýningu vorsins þar sem nemendur skólans í fullorðinshópum sýna verk sín.
Miðað við að nemendur hafi góðan grunn sem þeir byggja á. Áhersla á persónulegar útfærslur innan rammans og að nemendur gefi sér tíma til að vinna að sínum hugmyndum í samráði við kennara. Gott að koma með einhverjar hugmyndir í fyrsta tímann til að vinna með og hugsa hvernig þið viljið útfæra hugmyndina smátt/stórt. Tökum fyrsta tímann í að spá í verkefnið, förum í léttar hugmyndaæfingar út frá því sem þið komið með og ákveðum hvernig við viljum vinna þetta. Mig langar til að hvetja ykkur til að fullvinna hugmyndir ykkar áður en þið útfærið þær á strigann. Eftir sem áður vil ég að þið séuð með fleiri en eina mynd í takinu.
Hér eru nokkrar lausbeislaðar hugmyndir:
Fjall/þúfa
Lítið barn/fullorðinn
Smágerður gróður/stór tré
Lítil mynd/stór mynd af sama viðfangsefni
Smáfuglar/Álftir
Manneskja í nærmynd/Manneskja í fjarska
Fínleg mynd/Grófgerð mynd
Lítil mynd með stórum pensli/Stór mynd unnin með litlum pensli
Hlakka til að sjá ykkur. Aðstaðan í skólanum er töluvert breytt frá því sem var en plássið nýtist mun betur. Við þurfum þó að vera nægjusöm til áramóta en eftir það munum við spenna bogann hátt.
- 17. september 19:15-22:15
- 24. september 19:15-22:15
- 1. október 19:15-22:15
- 8. október 19:15-22:15
- 15. október 19:15-22:15
- 22. október 19:15-22:15
- 29. október 19:15-22:15
- 5. nóvember 19:15-22:15
- 12. nóvember 19:15-22:15
- 19. nóvember 19:15-22:15
- 26. nóvember 19:15-22:15
Málun framhald / Soffía Sæmundsdóttir
Málun framhaldshópur - Vor 2012
þriðjudagskvöld 19:15-22:15
11 skipti, 44 kennslustundir. Verð 46.800
Kennari: Soffía Sæmundsdóttir
netfang: [email protected]
veffang: soffias.is/
Olíumálun fyrir lengra komna
Haldið áfram þar sem frá var horfið. Áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og vinnugleði. Í upphafi vetrar farið í hugmyndavinnu og lögð drög að framhaldinu en brotið upp með stuttum verkefnum sem kennari leggur fyrir og farið á sýningu saman ef tími gefst til.